We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

H​ú​sið sefur / The House Sleeps

by Leifur Gunnarsson

supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      €10 EUR

     

  • Compact Disc (CD) + Digital Album

    Comes in a lovely eco-fold case with 12 page booklet and artwork by Sigríður Hulda Sigurðardóttir

    Includes unlimited streaming of Húsið sefur / The House Sleeps via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    ships out within 2 days
    Purchasable with gift card

      €15 EUR or more 

     

1.
Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína Vor sál er svo rík af trausti' og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. Jóhannes úr Kötlum
2.
Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni; hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni, og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein – ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. Hún kvað um sitt fjölbreytta fjalldala skraut, hve frítt er og rólegt að eiga þar heima, hve mjúkt er í Júní í ljósgrænni laut, hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma, og hvað þá er indælt við ættjarðarskaut um ástir og vonir að syngja og dreyma. Þar söng hún í kyrðinni elskhugans óð um óbygðar heiðar og víðsýnið fríða, og æskunnar barnglaða, blíðróma ljóð, sem biður þess sumarið aldrei að líða; því sitja þar vorkvöldin hlustandi hljóð, því hika þar nætur og dreymandi bíða. En fjarri er nú saungur þinn, sólskríkjan mín, og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin; hann lángar svo oft heim á Þórsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornætur friðinn, – hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín, hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn. Þorsteinn Erlingsson
3.
Húsið sefur, sefur. Húmsins þögn um þak og veggi breiðist. Húsið sefur. – Og fyrir einni stundu síðan bárust ungar, heitar raddir gegnum opna glugga hússins. Og ilmur trjánna ófst í hljóma lagsins, sem einhver gestur lék í kveðjuskyni. Og – aldrei, aldrei framar – heyrðist hvíslað. Húsið sefur, sefur. Hljótt og þögult eins og þreyttur maður. Húsið sefur ... Steinn Steinarr
4.
Ekki má láta lítinn dreng lengi basla og hljóða. Mamma kemur, ef kallar hann, og kyssir vangana rjóða, fer með hann í fanginu að finna pabba góða; þá er allt gleymt, sem grætti og gleðin komin að bjóða, bjóða, bjóða, ljúfum svein í leik með sér, sem lömbunum á bala, þegar þau fara í fjörugan feluleik við smala djúpt inn til dala, djúpt inn til laufgrænna dala. Hulda
5.
Ég hlusta hrifinn á frúna, sem hljóðfærið leikur á og lýsir titrandi tónum tærandi ástarþrá. En einhverjir hjáróma hljómar heyrast í stofuna inn, því utan við gluggann emjar ólukkans kötturinn. Aumingja kötturinn úti er ástfanginn, kæra frú, og syngur með sínum rómi um sama efni og þú. Örn Arnarson
6.
Þær búa hér þúsund við blávatnsstrendur sem brúðir geislunum rétta hendur. Bál af haustlitum brennur hátt, blærinn í skógarhöll týnir átt. Rósir – síðsumars rósir. Kyrrðin döggina björtu ber frá bláum himni í faðmi sér; að baki rósir – í rökkri þær anga með rauða, gula og hvíta vanga, rósir – skógdjúpsins rósir Við göngum í visnuðu laufi lengi, í lognblíðu ekkert er sagt; það er eins og himinkyrr aftanstundin okkur hafi í draumfjötra lagt. Skógarrökkur í augum þér er, angan deyfandi þögnin mér ber. Rósir, rósir, rósir. Hulda
7.
Hún er konan, sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir, og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Hún kemur og hlustar, er harmasár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregatár. Hún telur blöðin, sem falla. Og hún er þögul og ávallt ein og á ekki samleið með neinum. Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein, og sífellt leitar að einum. Tómas Guðmundsson
8.
Brim / Surf 05:42
Ég veit ekki, hvað ég hugsa, ég hlusta bara á öldurnar æða og hamast inni í hugarsjá. Þær byngjast upp og brotna og breiðast síðan út. Og upp úr þeim skýtur einlægt örlitlum viðarbút. Það er minning um meyju sem mér við hjarta gró. Ég vildi gefa' henni kærleikskoss. Hún kreppti hnefann og sló. En alltaf öðru hvoru er mér það hugarfró, að láta bárurnar bera bátinn um hugarsjó. Benedikt Gíslason

credits

released August 12, 2015

Leifur Gunnarsson - double bass
Ingrid Örk Kjartansdóttir - vocals
Kjartan Valdemarsson - piano
Matthías Hemstock - drums
Haukur Gröndal - altsax/basset-horn
Snorri Sigurðarson - trumpet/flugelhorn

license

all rights reserved

tags

about

Leifur Gunnarsson Reykjavik, Iceland

contact / help

Contact Leifur Gunnarsson

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like Leifur Gunnarsson, you may also like: